top of page
Search

Seljavallalaug

Við skelltum okkur í þriggja daga skreppitúr um Suðurlandið. Húsfrúin hafði nokkra áfangastaði í sigtinu og svo áttu veður og vindar að ráða svolítið för.

Fyrsta stopp var áætlað í Seljavallalaug, en sú hefur verið á to-do-lista eldra fólksins í tugi ára.


Veðurguðirnir spiluðu með og við fengum ágætis veður í þennan notalega göngutúr.


Til að komast að Seljavallalaug ókum við eftir þjóðvegi eitt í austurátt undir Eyjafjöllum og beygðum inn veg nr 242 skömmu áður en við komum að Skógafossi. Frá þjóðveginum og að bílastæðinu er vel fólksbílafær malarvegur.


Frá bílastæði og upp að lauginni sjálfri er þægilegur u.þ.b. kílómeterslangur labbitúr - svolítið gróft undirlag á köflum en engin hækkun og fært allflestum.


Við laugina eru fínustu búningsklefar (við höfum heyrt sögur af subbuskap og rusli þar en svona snemma vors var nokkuð hreint og fínt bara). Laugin sjálf var svolítið köld í sjö gráðu hita en við svömluðum þó þar nokkra stund og skemmtum okkur við að skauta í slýinu í botni laugarinnar! Litlu manneskjunni þótti þetta afskaplega skemmtilegt og vandist "slíminu" fljótt.




 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post

Subscribe Form

Thanks for submitting!

8571503

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Fjallalallar. Proudly created with Wix.com

bottom of page